Nýja 24h Aquasource rakakremið frá Biotherm er algjör draumur fyrir þær og þá sem berjast við þurrkubletti í frostinu, enda getur verið leiðindamál að líta sem best út og bera á sig farða þegar maður losnar ekki við þurrk.
Ég sá mína húð umbreytast með því að nota þetta krem, enda nær rakinn langt niður í húðina og endist alveg ótrúlega lengi. Það er bæði hægt að nota það kvölds og morgna, sem sparar fólki pening sem tímir ekki að kaupa sér bæði kvöld-og dagkrem.
Bæði lyktin af því er unaðsleg, en það er myntu/sítrusilmur blandaður við Jasmínu og Musk. Svo veita innihaldsefnin mjúka silkiáferð ásamt því að “læsa” rakann inni í húðinni og hjálpa til við endurnýjun húðfruma. Hægt er að fá kremið í gelformi (fyrir feita/blandaða/venjulega húð) og kremformi fyrir þurra húð.
Rúsínan í pylsuendann er svo að kremið er Paraben og olíufrítt, en mikið hefur verið talað um skaðsemi Parabens undanfarin misseri. Ég mæli eindregið með notkun þessa rakakrems í frostinu og kuldanum, og auðvitað er líka hægt að nota það þegar hlýnar í veðri!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com