Ég horfði nýlega á kvikmyndina “Hitchcock” sem einhvernvegin náði gjörsamlega að fara framhjá mér árið 2012!
Þetta er í sjálfu sér ótrúlegt því að undirrituð er þvílíkur Alfred Hitchcock aðdáðandi og hef margoft horft á kvikmyndir eftir meistarann…
Eins og til dæmis Rear Window (mega uppáhalds), Vertigo, North by North West, Strangers on a train, Psycho (mest uppáhalds), Birds og auðvitað sjónvarpsþættina “Alfred Hitchcock presents” sem voru stuttar glæpasögur sem Alfred leikstýrði og komu út á árunum 1955- 1962. Heilar sjö seríur takk fyrir pent.
Kvikmyndin “Hitchcock” fjallar aðalega um gerð myndarinnar “Psycho” sem byggð er á samnefndri skáldsögu eftir Stephen Rebello. Myndin fjallar einnig mikið um hjónalíf Alfreds og Ölmu sem færri hafa fengið tækifæri á að kynnast.
Það sem kom mér einstaklega á óvart var hversu mikið meistarinn treysti á skoðanir og stuðning frá eiginkonu sinni í öllum verkum sem hann tók sér fyrir hendur, sem fékk mig til að hugsa til setningarinnar fleygu; “Behind every great man is a great Woman”. Alma skrifaði meðal annars bróðurpartinn af handriti “Psycho”. Þessum hluta var svo haldið leyndum frá öllum sem léku í myndinni og komu að gerð hennar þar til í blálokin á tökum, í þeim tilgangi að aðalplott myndarinnar léki alls ekki út til almennings. Alma t.d. lagði það til að fara út fyrir ramman og drepa aðalleikonuna í fyrri hluta myndarinnar en slíkt var bara óhugsandi í þá daga.
Þegar kom að því að klippa myndina stóð Alma vaktina með Alfred og hafði mikið um það að segja hvernig Final Cut á myndinni varð. Það var hún sem sannfærði Alfred um að setja skerandi fiðlutónlistina undir sturtuatriðið fræga en Alfred vildi hafa það nánast hljóðlaust. Hann sá svo að sér og áttaði sig á því að Alma hafði rétt fyrir sér.
Paramount vildi ekki fjármagna
Hið risa framleiðslufyrirtæki Paramount vildi svo ekki framleiða þessa heimsfrægu mynd þegar þar að kom en Hitchcock lét það ekki stoppa sig. Þau hjónin ákváðu að leggja allt undir og fjármagna hana sjálf en hann gerði samning við Paramount stúdíóið um að fá að nota myndverið þeirra og að þeir myndu sýna myndina í kvikmyndahúsunum sínum gegn því að fá 60% af öllum hagnaði sem myndin rakaði inn. Sem svoleiðis margborgaði sig… enda ein af vinsælustu myndum allra tíma.
Mín bestu meðmæli!
Ég mæli hiklaust með því að glápa á þessa frábæru Hollywood/heimildamynd um Alfred, konuna hans Ölmu og gerð myndarinnar “Psycho”. Þetta er ekki bara vel gerð mynd og hrikalega vel leikin, heldur líka skemmtileg fyrir þær/þá sem hafa áhuga á 50/60’s Retro tískunni því það er svo flott búninga og leikmyndahönnunin í þessari mynd sem fær 6,9 inn á imdb.com (mjög góð einkunn frá þeim vef).
Hér fyrir neðan má sjá official trailerinn.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=aFgCu0DYDcc[/youtube]Leikstjóri:Sasha Gervasi
Aðalleikarar:Anthony Hopkins, Helen Mirren,Scarlet Johansson, Danny Huston, Toni Colett, Jessica Biel og svo margir fleiri góðir 🙂 |
Svo er auðvitað bara gaman að horfa svo á AÐAL ræmuna “Psycho” eftir að hafa fengið allar þessar upplýsingar um gerð myndarinnar frægu. Kúra sig í sófann með sængina og verða pinku ponsu smeik/ur í haust myrkrinu.
Hér má sjá stillu af settinu á Pscycho.
Og trailerinn fyrir Psycho.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Wz719b9QUqY[/youtube]
Og ef þú færð ekki nóg af Norman Bates og mótelinu fræga þá ættiru að tékka á þáttaröðinni “Bates Motel” sem kom út á þessu ári. Verð að viðurkenna að ég hafði mjög gaman af þeirri þáttaröð. Þar er búið að nútímavæða söguna á áhugaverðan hátt en samt haldið í gamla lookið á húsinu og mótelinu. Flottir leikarar þar á ferð eins og Vera Farmiga, Freddie Highmore, Max Thieriot og fl.
Tékk it át og góða skemmtun!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=7lCWKKNGiKs[/youtube]
Anna Brá Bjarnadóttir er fædd á því herrans ári 1986, sama ár og Gleðibankinn hóf raust sína í júró, sem er mögnuð tilviljun þar sem stúlkan er sjálf vel stæður Gleðibanki! Anna starfar sem skemmtanastjóri og dj á Loftinu og Lebowski Bar en er á sama tíma algjör græju gúrú og fíkill. Anna er útskrifuð af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands og hefur m.a. starfað við fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta. Hún býr við Norðurmýrina með hundinum Tinna og kærastanum og kokkinum Jónasi.