Um páska gefst fólki tækifæri til þess að slappa af, borða fullt af súkkulaði, lesa bækur og auðvitað fara í bíó!
Og það er einmitt það sem ég gerði um páskana með henni dóttur minni sem er níu ára. Í Laugarásbíó er verið að sýna fjölskyldumyndina Croods. Myndin fjallar um hellisbúa sem einn dag neyðast til þess að yfirgefa helli sinn og halda á vit ævintýra.
Þar kemst fjölskyldan í hann krappan, reynir að komast hjá ýmsum hættum og stórslysum. Þau þurfa að taka upp ný vinnubrögð til þess að halda sér á lífi í þessari nýju veröld og til þess þurfa þau að öðlast nýjan hugsanagang. Sá hugsanagangur einkennist af hugrekki en ekki ótta.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=VeG3Zmk08UU[/youtube]
Myndin er rosalega flott og vel gerð í alla staði og mjög skemmtileg. Bæði strákar og stelpur hafa gaman af myndinni og hún hentar allri fjölskyldunni. Hér lifnar við ævintýraheimur sem er svo flottur að þegar heim er komið eru auknar líkur á að barnið þitt fari að teikna skrýtin dýr og furðunáttúrumyndir! 😉
Fjölskyldupáskamyndin í ár var án efa Croods en hún er enn í sýningu. Pjattrófurnar hvetja allt fjölskyldufólk til þess að skella sér saman í Laugarásbíó og fara á Croods!
Eva er menntuð sem sviðslistakona úr Fræði og framkvæmd frá Listaháskóla Íslands og menningarmiðlari úr Hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Eva er líka mikill fagurkeri enda fædd í vogarmerkinu.