Myndin sem allir eru að tala um.. áður en ég fór á hana var ég búin að heyra af fólki grátandi í bíóhúsum landsins, öskrandi og ég veit ekki hvað og hvað…
Ég elska horror og draugamyndir. Sérstaklega myndir um falleg gömul hús sem eru full af hrikalegum draugum og flöktandi ljósum, tala nú ekki um ef það kemur upp á skjáinn í byrjun myndarinnar að hún sé byggð á sannsögulegum atburðum.
Nú er ég ekki viss um að allir kannist við myndina Insidius en hún er einmitt eftir James Wan alveg eins og The Conjuring. Og ef þú ert FAN þá er gaman að segja frá því að Insidius 2.chapter er komin út í Ameríku og trónir efst á svokallaða box office listanum… Vonum að hún detti inn í kvikmyndahúsin hér á klakanum bráðlega.
En þessi pistill er jú um myndina The Conjuring og mér fannst hún frábær. Ég fór á hana með kærastanum og vinapari í Egilshöllina (by the way geggjað bíó, sjúklega næs sæti og truflað sánd). Myndin gerist á 70’s árunum og byrjar á því að segja okkur aðeins frá hjónum sem vinna við að hreinsa hús og hluti sem eru haldnir illum öndum og öflum. Hjónin hafa komið víða við og eru þekkt fyrir vinnu sína, þau halda fyrirlestra eigin reynslu og eiginkonan talar um hvernig það er að vera skyggn og hvernig það getur tekið á líkama og sál.
Falleg sjö manna fjölskylda flytur inn í hús sem á sér langa sögu af hryllingi og óhugnarlegum atburðum og hefur auðvitað ekki hugmynd um hvað á undan hefur gengið á fagra nýja heimilinu. Það líður ekki að löngu þar til undarlegir hlutir fara að eiga sér stað í húsinu. Falinn kjallari finnst og yngsta dóttirin fer að tala við ímyndaðan vin sem áður bjó í húsinu. Móðirin fer að finna fyrir mjög miklum óþægindum og ákveður að hóa í Ed og Lorraine Warren, sem eru hjónin sem vinna við að hjálpa svona fólki og húsunum þeirra.
Ég vil alls ekki spilla mikið meira fyrir ykkur þegar kemur að þessari mynd, þetta er svona must see dæmi imdb.com gefur henni 7,7 í einkunn sem er þrusugott á þeim vef og ég gæti ekki verið meira sammaála þeim.
70’s stemmningin er svo næs!
Ef þú ert týpa sem pælir í leikmunum og búningum og vel gerðum tímabila-myndum þá er þessi mynd hiklaust fyrir þig, “lookið” á öllu í henni er útpælt og rosaega vel gert. Hitti akkúrat skólasystur mína hana Freyju Selleju og Valsdóttur leikmyndahönnuð og prop’sara með meiru og henni fannst leikmyndin og prop’sið í myndin frábært. Og það eru heldur betur góð meðmæli myndi ég segja.
Myndin er flott hrollvekja sem fær hárin til að rísa og ekkert nema gaman að kíkja í bíó og láta sér bregða aðeins.
Leikstjórn: James Wan
- Aðalleikarar: Vera Farmiga (í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana), Patrick Wilson (leikur einnig í “Insidius”), Lili Taylor, Ron Livingston og fl.
Hér má sjá trailerinn fyrir myndina
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=k10ETZ41q5o[/youtube]
Anna Brá Bjarnadóttir er fædd á því herrans ári 1986, sama ár og Gleðibankinn hóf raust sína í júró, sem er mögnuð tilviljun þar sem stúlkan er sjálf vel stæður Gleðibanki! Anna starfar sem skemmtanastjóri og dj á Loftinu og Lebowski Bar en er á sama tíma algjör græju gúrú og fíkill. Anna er útskrifuð af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands og hefur m.a. starfað við fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta. Hún býr við Norðurmýrina með hundinum Tinna og kærastanum og kokkinum Jónasi.