Ég var 16 ára þegar Spider-man kom í bíó með Tobey Maguire og ég varð ástfangin upp fyrir haus af honum.
Fannst hann með sætari strákunum í Hollywood, enda alltaf heillast af svona smá öðruvísi strákum.
Þegar það var tilkynnt að það ætti að byrja að gera nýjar Spider-man myndir með öðrum leikara var ég þess vegna ekki neitt sérstaklega sátt en ég varð spennt um leið og ég heyrði hver ætti að leika þennan nýja Spiderman.
Það hefur ekki borið neitt sérstaklega mikið á Andrew Garfield í Hollywood en hann hefur valið hlutverkin sín vel og myndirnar sem hann hefur verið að leika í eru að mestu leyti gæðamyndir. Hann segir sjálfur að honum hafi þótt mikil ábyrgð hvíla á herðum sér við það að leika Spider-man þar sem hann var sjálfur mikill aðdáandi hans í æsku. Andrew bjó sig greinilega vel undir hlutverkið og tekur sig alveg einstaklega vel út í spandexbúningnum…og líka án hans.
Eftivænting mín eftir myndinni minnkaði svo ekkert þegar ég heyrði að Emma Stone ætti að leika Gwen Stacy, stelpuna sem Peter Parker er ástfanginn af í myndinni (en þau kynntust við tökur myndarinnar og eru par í dag).
Myndin fór fram úr mínum vonum og meira að segja svolítið langt fram úr þeim. Spider-man nær að vera fyndnari og skemmtilegri heldur en þegar Tobey lék hann en samt sem áður lætur hann ekki eftir honum í spennu og hasar.
Spider-man er fullkomin deit mynd með eitthvað fyrir bæði kynin !
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=atCfTRMyjGU[/youtube]Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.