Nýverið skellti ég mér í Laugarásbíó að sjá Taken 2 enda með ágætar minningar frá þeirri fyrri. Ég fór með því hugafari að gleyma mér um stund, engar voða kröfur, bara smá skemmtun…
Í myndinni má aftur sjá hinn kynþokkafulla Liam Neeson sem ofurharða leyniþjónustumanninn Bryan Mills en í þetta sinn er það ekki dóttir hans sem lendir í vanda heldur fyrrum eiginkonan. Og að sjálfssögðu er Bryan með allt undir kontról eins og fyrri daginn.
Myndin gerist aðallega í Istanbul í Tyrklandi þar sem Bryan ætlar sér að eiga nokkra góða daga með barnsmóður sinni og dóttur en ekki verður honum að ósk sinni því Albanskir skúrkar úr fyrri myndinni ákveða að ná fram hefndum á kallinum.
Við taka eltingaleikir, slagsmál og atburðarás sem er fljót að renna í gegn og nokkuð áreynslulaus en það sem mér fannst skemmtilegast var karakterinn Bryan sem er ofurnákvæmur og yfirmáta skipulagður maður – með hreinlega yfirnáttúrulega yfirsýn yfir aðstæður. Svolítið eins og Jason Bourne nema bara eldri og meiri boli.
Hann er hreinlega með stjórn á öllu og kvenfólkið í lífi hans treystir honum í hreinustu blindni enda er það hans hlutverk að vernda þær og passa. Frekar krúttlegt.
Farðu á Taken 2 ef þig langar að slappa af með popp og kók og gleyma þér yfir laufléttum hasar. Ekki fara ef þú vilt sjá mynd sem breytir lífi þínu – hún gerir það ekki, en er samt skemmtileg.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=VpaT8NzkLgE[/youtube]
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.