JOBS er bæði áhugaverð og fræðandi mynd um Steve Jobs stofnanda og eiganda Apple. Myndin segir okkur mikið um Steve þegar hann er ungur í framhaldsskóla, hann var nú ekki beint fyrirmyndanemandi.
Steve hætti í skólanum en hélt áfram að hanga á kampusnum og fylgdist með því sem honum fannst áhugavert og tengdi við. Hann var hippi sem gekk um allt berfættur, reykti gras og tók sýru… Allt saman gert til þess að útvíkka hugann og komast á einhvernskonar “æðra stig”.
Steve Jobs ferðaðist mikið, skoðaði aðra menningarheima og kom svo heim aftur sannfærður um að það væru engin takmörk fyrir því hvað hugurinn getur gert og fært okkur.
Hann fór líka fram á það mesta og besta í fólkinu sem vann með honum. Þvílíkur metnaður sem hann bjó yfir!
Mér fannst frábært að sjá Ashton Kutcher í hlutverki Steve, hann á stórt hrós skilið fyrir frábæran leik sinn í þessari mynd.
Við Steve Jobs áttum það sameiginlegt að vera bæði miklir Bob Dylan aðdáendur og það fer ekki á milli mála í myndinni enda lög Dylan’s spiluð í henni út í eitt.
Það kemur margt fram í þessari mynd sem ég hafði ekki hugmynd um, þrátt fyrir að vera apple nörd og búin að lesa mér sitthvað til um kappann.
- Leikstjóri: Joshua Michael Stern
- Aðalleikarar: Ashton Kutcher, Dermont Mulroney, Josh Gad.
Endlega kíkjið á á “Jobs” flott mynd um einstakann mann. “Turn on your mind”
Hér má sjá trailerinn fyrir myndina Jobs
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=SKZfFpCKJLM[/youtube]
Anna Brá Bjarnadóttir er fædd á því herrans ári 1986, sama ár og Gleðibankinn hóf raust sína í júró, sem er mögnuð tilviljun þar sem stúlkan er sjálf vel stæður Gleðibanki! Anna starfar sem skemmtanastjóri og dj á Loftinu og Lebowski Bar en er á sama tíma algjör græju gúrú og fíkill. Anna er útskrifuð af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands og hefur m.a. starfað við fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta. Hún býr við Norðurmýrina með hundinum Tinna og kærastanum og kokkinum Jónasi.