Það er sjaldan sem maður sér mynd og hugsar með sjálfum sér að þetta gæti alveg eins gerst. Enn sjaldnar gerist það að það sem er á skjánum sé jafnvel eitthvað sem er nálægt manns eigin veruleika.
Vissulega er eitthvað svipað glæpamyndum að gerast einhversstaðar en það er bara heimur sem er svo fjarri veruleika okkar flestra.
Silver linings náði að snerta við mér af því hún nær að vera “raunveruleg”. Karakterarnir voru raunverulegir, samtölin voru raunveruleg og tengslin á milli fólks voru raunveruleg.
Myndin fjallar um Pat sem er nýkominn heim af geðsjúkrahúsi þar sem hann hafði fengið dómsúrskurð um að hann þyrfti að dveljast í allavega átta mánuði.
Pat þjáist af geðhvarfasýki sem hann telur sig hafa náð full tök á með því að fara út að hlaupa reglulega en þegar hann kemur út í samfélagið aftur kemur í ljós að hann höndlar það ekki alveg eins vel og hann hélt að hann myndi gera. Eftir að Pat hleypir Tiffany inn í líf sitt fara hlutirnir svo að verða bjartari.
Myndin fær svo 8,3 á imdb sem verður að teljast nokkuð gott, leikararnir standa sig frábærlega og hefur jafnvel verið talað um að bæði Bradley Cooper og Jennifer Lawrence eigi séns á því að vera tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni.
Silver Lingings Playbook er mynd sem allir þurfa að sjá, ef ekki aðeins fyrir skemmtanagildið þá líka vegna þess að hún sýnir eina mynd af raunverulegum heimi þeirra sem þjást af geðsjúkdómum og aðstandenda þeirra.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Lj5_FhLaaQQ[/youtube]
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.