Nýjasta glæpa-grínmynd leikstjórans Martin McDonagh (In Bruges), Seven Psycopaths, er nú komin í bíó og fær prýðisdóma…
…Myndin fjallar í stuttu máli um rithöfund sem á í basli með að klára handrit sitt ‘Seven Psychopaths‘ eða ‘Sjö siðblindingjar’.
Þegar hann flækist í undirheima Los Angeles kemst hann að því að hann þekkir nokkra siðblinda menn sjálfur. En áður en að hann getur einbeitt sér að handritinu þarf hann að koma sér úr vandræðunum sem hann er í sökum besta vinar síns sem er hundaræningi.
Myndin skartar einvala liði leikara en það er Colin Farrell sem leikur aðalhlutverkið. Með önnur hlutverk í myndinni fara meðal annars Christopher Walken, Sam Rockwell og Woody Harrelson…og einstaklega sætur Shihtzu hundur en HÉR má sjá ‘viðtal’ við krúttið!
Myndin fær átta í einkunn á IMDb sem mér finnst nokkuð sanngjarnt. Mæli með henni!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=OOsd5d8IVoA[/youtube]
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.