Þriðjudaginn 29. nóvember verður áframhald af hrollvekjuhátíðinni Frostbiter í Bíó Paradís – Frostbiter Aftershock. Sýnd verður franska hrollvekjan Therapy.
Söguþráður:
Ungir lögregluþjónar uppgötva falinn myndbandsbúnað í yfirgefnu húsi í vaktferð. Í fyrstu virðist ekkert athugavert við myndböndin sem sýna fimm túrista í útilegu. Fljótlega sjá þau þó að ekki er allt með felldu.
Hræddir túristarnir flýja í yfirgefið hús þar sem að þau uppgötva sér til skelfingar að þau eru ekki ein og að þau hafa mögulega stigið í sína eigin gröf.
Therapy er eftir unga leikstjórann Nathan Ambrosioni en þetta er önnur mynd Nathans í fullri lengd. Hann gerði fyrstu mynd sína Hostile aðeins 13 ára gamall og sú mynd var sýnd á mörgum hrollvekjuhátíðum eins og t.d Frightfest, Fantasia Montreal, NYC horror film festival og fleiri góðum hátíðum.
Hann var aðeins 16 ára þegar hann gerði Therapy og er svokallað undrabarn í hrollvekjugerð. Therapy hefur nú þegar verið sýnd á fjölda hátíða eins og t.d Brooklyn Horror Film Festival, Screamfest og Stiges Film Festival.
Sýningin hefst klukkan 20:00 og er miðasala hafin. Frítt er fyrir þá sem eiga passa á Frostbiter Icelandic Horror Film Festival.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.