Ég skellti mér í bíó í vikunni, myndin sem varð fyrir valinu var þrívíddarmyndin Prometheus sem tekin var upp að hluta til á Íslandi…
…Myndin fjallar um hóp vísindamanna sem fer í leiðangur á geimskipinu Promerheus í leit að geimverum. Þegar þau komast á áfangastað þá finna þau svo sannarlega vísbendingar um geimverur. Uppgvötun þeirra breytist svo skyndilega í martröð þar sem þau þurfa að berjast fyrir lífi sínu…og öllu mannkyninu!
Það er Ridley Scott sem leikstýrir þessari sjúklega spennandi og dulafullu mynd en hún fær 7.8 í einkunn á Imdb. Ridley Scott leikstýriði einnig Alien myndinni árið 1979 en Prometheus segir einmitt söguna sem á að gerast áður en Alien gerist.
Ég mæli eindregið með þessari flottu mynd fyrir þá sem fíla spennu- og sci-fi myndir!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=sftuxbvGwiU[/youtube]
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.