Það er ekki á hverjum degi sem maður horfir á brúðumyndir og það er sannarlega ekki á hverjum degi að maður horfi á brúðumynd og hugsi að þetta gæti líklegast verið með bestu myndum sem maður hafi séð.
Þetta gerðist þó þegar ég sá myndina um Max og Mary. Hér er á ferðinni sönn saga um ótrúlega sérstaka vináttu milli lítillar stúlku í Ástralíu og eldri gyðings í New York.
Þau gerast pennavinir og áfram þróast vinátta þeirra um árabil, eða þar til Mary gerir sér ferð til New York orðin fullorðin kona og búin að ganga í gegnum sitt lítið af hverju. Trúlofast grískum nágranna, fá arf, skilja og eignast barn svo fátt eitt sé nefnt.
Um leið er þetta saga um einhverfu eða Aspergers, því vinur okkar Max í New York þjáist af slíku og Mary endar á að skrifa bók um sjúkdóminn – eða eins og segir í úrdrætti á heimasíðu Bíó Paradís:
Max þjáist af offitu og geðrænum kvillum en þau tengjast vegna sameiginlegrar ástar á súkkulaði og skilja einmanaleika hvors annars. Við fylgjumst með sambandi þeirra þróast í um áratug. Á þessum tíma giftir Mary sig og útskrifast úr háskóla en Max vinnur í lotteríinu. Mary skrifar bók um vin sinn, sem þjáist af Asperger heilkenninu, en þegar Max kemst að því bregst hann hinn versti við og slítur sambandinu. Mary ákveður að fara til New York til að freista þess að friðmælast við besta vin sinn.
Bíó Paradís er núna að sýna þessa snilldarmynd sem allir virðast elska og ég hvet þig eindregið til að skella þér í bíó! Hér er sýnishorn úr myndinni og smelltu HÉR til að lesa meira um þessa dásemd:
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.