Rannsóknarlögreglumaðurinn Carl verður fyrir því áfalli við lögreglustörfin að missa báða félaga sína eftir útkall.
Annar þeirra endar lamaður en getur enn talað, sá seinni lést. Carl kennir sjálfum sér um dauða annars og veikindi hins. Eftir þriggja mánaða veikindaleyfi vil Carl koma aftur til starfa og er þá settur yfir deild ólýstra mála sem hafa verið færð í kjallaraálmuna. Hann er heldur ósáttur með að hafa verið færður úr morðdeilinni yfir í þetta starf, en ekki líður að löngu þar til að hann finnur ákveðið mál sem fangar huga hans og er Carl staðráðinn í að leysa það ásamt aðstoðarmanninum sínum Assad.
Frábær kvikmyndagerð
Jusse Adler-Olsen, danskur Arnaldur Indriðason
Myndin er byggð á skáldsögunni Kvinnen i buret eftir Jussi Adler-Olsen, en það má segja að Jussi sé Arnaldur Indriðason dana. Jussi er fæddur í Kaupmannahöfn og lærði m.a. lyfjafræði, félagsfræði, stjórnmálafræði og á endanum kvikmyndagerð. Fjórar bækur hafa komið út um lögreglumanninn Carl og óleystu málin sem hann er stöðugt að vinna í. Bækurnar eru þýddar yfir á ensku sem “Department Q” og hafa þær allar lent á metsölulista í Danmörku og sitja þar enn.
Myndin fær 7,4 á kvikmyndavefnum imdb.com sem er afbragðseinkunn.
Vonandi verða gerðar fleiri kvikmyndir eftir þessum gífurlega spennandi glæpasögum.
Hér má sjá brot úr myndinni “Kvinden i buret”.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=TpczB_jExLg[/youtube]
Anna Brá Bjarnadóttir er fædd á því herrans ári 1986, sama ár og Gleðibankinn hóf raust sína í júró, sem er mögnuð tilviljun þar sem stúlkan er sjálf vel stæður Gleðibanki! Anna starfar sem skemmtanastjóri og dj á Loftinu og Lebowski Bar en er á sama tíma algjör græju gúrú og fíkill. Anna er útskrifuð af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands og hefur m.a. starfað við fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta. Hún býr við Norðurmýrina með hundinum Tinna og kærastanum og kokkinum Jónasi.