Hér kemur eitthvað fyrir þig sem elskaði Queen í gamla daga!
Glæný heimildarmynd um söngvara Queen, Freddie Mercury: The Great Pretender, verður frumsýnd á RIFF í kvöld. Að sýningunni lokinni mun leikstóri myndarinnar, grínistinn og leikarinn Rhys Thomas, svara spurningum úr sal.
Líf söngvarans Freddie Mercury, ferill hans með Queen og sólóferillinn er tekinn fyrir í þessari spánnýju heimildarmynd.
Meðal efnis eru sjaldséð viðtöl við Freddie, skyggnst er á bak við tjöldin við myndbandagerð og á tónleikum auk mynda úr persónulegu safni hans. Hápunktar í myndinni eru t.d. óútgefið lag sem Freddie gerði með Michael Jackson auk prufuupptöku af laginu „Take Another Piece of my Heart“ sem hann söng með Rod Stewart.
Leikstjórinn Rhys Thomas fæddist í Essex á Englandi árið 1978. Hann er leikari og uppistandari auk þess sem hann er mikill aðdáandi Queen. Fyrir utan störf sín sem leikari og handritshöfundur hjá BBC og Channel 4 hefur hann framleitt DVD diska fyrir Queen og skrifað innan í plötur þeirra þegar þær hafa verið endurútgefnar en myndin The Great Pretender er fyrsta leikstjórnarverkefni hans.
Sýningartímar
27.9.2012 – 20:00
Bíó Paradís
28.9.2012 – 14:00
Norræna Húsið
30.9.2012 – 14:00
Bíó Paradís 2
3.10.2012 – 21:15
Bíó Paradís 4