Danskar ofurhetjur, finnskir pönkarar, sérstakur fílupúki, skoskir sjómenn, írskur prestur í lífshættu, Hross í Oss og París Norðursins, evrópskar kvikmyndir í hæsta gæðaflokki!
Evrópustofa og Bíó Paradís efna á ný til Evrópskrar kvikmyndahátíðar í samstarfi við Films on the Fringe og bjóða brot af því besta í evrópskri kvikmyndagerð allan hringinn dagana 15. maí – 26. maí.
Blásið hefur verið til evrópskra kvikmyndahátíð í Reykjavík í þrígang og nú síðast á Stockfish – Evrópskri kvikmyndahátíð 2015 sem haldin var í Bíó Paradís í febrúar síðastliðnum. Nú í annað sinn fer hátíðin allan hringinn, en farið verður á sex staði víðsvegar um land. Evrópulöndin eru stærstu samstarfsaðilar Íslands í kvikmyndagerð en fjölmargar íslenskar kvikmyndir hafa notið stuðnings MEDIA áætlunar Evrópusambandsins.
Kynntar eru evrópskar kvikmyndir auk tveggja íslenskra kvikmynda sem bæði eru listrænar, spennandi og áhugaverðar, en verkefninu er ætlað að bjóða upp á kvikmyndalist án endurgjalds og fyrir alla. Boðið verður upp á kvikmyndafræðslu fyrir börn, undir styrkri leiðsögn Oddnýjar Sen kvikmyndafræðings, en verkefninu er ætlað að breiða út kvikmyndafræðslu sem fer fram allt árið um kring í Bíó Paradís.
Tilgangur verkefnisins er að kynna og breiða út evrópska menningu, en framtakinu var stórkostlega vel tekið síðasta vor. Hringferðin er unninn í samstarfi við verkefnið Films on the Fringe sem styrkt er af Creative Europe, í þeim tilgangi að bjóða upp listrænar gæðakvikmyndir í Norður-Evrópu. Á þeim stöðum þar sem ekki er kvikmyndahús verða myndirnar sýndar með fullkomnum stafrænum færanlegum sýningarbúnaði, í bestu mögulegu hljóð- og myndgæðum.
Bíó Paradís sýnir nýjar áhugaverðar kvikmyndir frá öllum heimshornum auk eldri mynda, hýsir kvikmyndahátíðir og stendur fyrir fjölbreyttum kvikmyndatengdum viðburðum. Reglulegar sýningar á perlum kvikmyndanna fyrir börn og unglinga fara fram í húsinu, þar sem markmiðið er að efla áhuga, þekkingu og menntun á kvikmyndalist.
ÓKEYPIS ER INN Á ALLA DAGSKRÁ HÁTÍÐARINNAR
Sýningartímar eru kl 16:00, 18:00 og 20:00 á hverjum stað
maí – Egilsstaðir
maí – Höfn í Hornafirði
maí – Akranes
maí – Ísafjörður
maí – Akureyri
maí – Selfoss
Nánar um myndirnar:
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=I5NUSfdUZTM[/youtube]
Antboy: Rauða Refsinornin
Ofurhetjumynd, 2014 Lengd: 84 mín Land: Danmörk Leikstjóri: Ask Hasselbalch Aðalhlutverk: Oscar Dietz, Boris Aljinovic, Hector Brøgger Andersen. Talsett á íslensku.
Hin danska ofurhetja Antboy snýr aftur á hvíta tjaldið þar sem Rauða Refsinornin kemur til sögunnar, sem slæst í lið með vondu tvíburunum í skólanum en þau heimsækja Pöddunna í fangelsi í hefndarhug. Ástir, örlög og æsispennandi ofurhetjur! Myndin vann áhorfendaverðlaun Alþjóðlegrar Barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík sem haldin var í þriðja sinn árið 2015.
Myndin keppti á Berlínarhátíðinni og fékk eindóma lof gagnrýnenda. Kvikmyndafræðingurinn Oddný Sen mun vera viðstödd sýningarnar og bjóða upp á kvikmyndafræðslu fyrir börn.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=MMKY8-fUhMU[/youtube]
The Grump
Gamanmynd, 2014 Lengd: 104 mín Land: Finnland Leikstjóri: Dome Karukoski Aðalhlutverk: Antti Litja, Kari Ketonen, Alina Tomnikov. Íslenskur texti.
Geðillur eldri maður neyðist til að dveljast hjá syni sínum og tengdadóttur eftir að hafa undirgengist aðgerð á fæti. Á meðan á dvölinni stendur spilar hann óvænta rullu í samningaviðræðum tengdadóttur sinnar við rússneska kaupsýslumenn.
Myndin, sem er ljúf, hjartnæm og ekki síst bráðfyndin, er frá framleiðendum Vonarstrætis og hefur þegar slegið öll aðsóknarmet í Finnlandi.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=-catC4tBVyY[/youtube]
Frank
Gamanmynd, 2014 Lengd: 95 mín Land: Bandaríkin Leikstjóri: Lenny Abrahamson Aðalhlutverk: Michael Fassbender, Domhnall Gleeson, Maggie Gyllenhaal. Íslenskur texti.
Tónlistarmaður gengur í lið með hljómsveit, hvers meðlimir eru hver öðrum sérvitrari, þ. á m. aðalmaðurinn Frank sem gengur með brúðuhöfuð allan tímann.
Myndin hlaut handritsverðlaunin á British Indipendent Film Awards og valin besta írska kvikmyndin af Dublin Film Critics Circle árið 2014
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=FTGM9CX_Ugs[/youtube]
For those in Peril
Drama, 2013 Lengd: 92 mín Land: Skotland Leikstjóri: Paul Wright Aðalhlutverk: Kate Dickie, George MacKay, Michael Smiley. Íslenskur texti.
Aaron er ungur drengur sem er eilítið utangarðs í litlu skosku sjávarþorpi. Hann lifði af slys, þar sem fimm menn létu lífið, en þar á meðal var eldri bróðir hans. Fólkið í þorpinu kennir Aaron um slysið og því á hann ekki sjö dagana sæla. Hann neitar að trúa því að bróðir sinn sé allur og reynir með örvæntingarfullum brögðum að endurheimta mennina.
Myndin var tilnefnd sem besta frumraun leikstjóra á hinni virtu BAFTA verðlaunahátíð og var einnig sýnd á gagnrýnendaviku kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Myndin hefur hlotið fjölda alþjóðlegra tilnefninga og verðlauna á kvikmyndahátíðum víða um heim.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=LGM5rq_vX4U[/youtube]
Calvary
Drama, 2014 Lengd: 102 mín Land: Írland Leikstjóri: John Michael McDonagh Aðalhlutverk: Brendan Gleeson, Chris O’Dowd, Kelly Reilly. Enskt tal.
Presti í smábæ í Írlandi er hótað lífláti við störf sín og þarf í kjölfarið að takast á við þau myrku öfl sem umlykja hann. Stórkostlega svört kómedía með Brendan Gleeson í aðalhlutverki.
Myndin var sýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni og á Berlínarhátíð 2014 þar sem hún hlaut verðlaun í Panorama flokknum. Myndin hefur auk þessa verið tilnefnd til fjölda alþjóðlegra verðlauna.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=ArpgKtg7lq8[/youtube]
The Punk Syndrome
Heimildamynd, 2012 Lengd: 85 mín Land: Finnland Leikstjórar: Jukka Kärkkäinen, Jani-Petteri Passi Fram koma: Pertti Kurikka, Kari Aalto, Sami Helle. Íslenskur texti.
The Punk Syndrome fjallar um finnsku pönkhljómsveitina „Pertti Kurikan Nimipäivät“. Hljómsveitarmeðlimirnir, sem allir eru þroskahamlaðir, leika tónlist með stolti og stæl. Leikstjórarnir Jukka Kärkkäinen og J-P Passi fylgja þeim á ferð þeirra úr æfingaaðstöðunni inn í kastljósið og á tónleikasvið á tónlistarhátíðum. Við sjáum þá slást, verða ástfangna og fylgjumst með löngum dögum í hljóðveri. Þetta er kvikmynd um inntak pönksins, saga um öðruvísi fólk sem rís upp gegn ríkjandi stefnu. Myndin hefur hlotið fjölda verðlauna m.a. Jussi verðlaunin, sem besta heimildamyndin á Prix Europa auk þess sem hún var tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2012.
Meðlimir hljómsveitarinnar keppa fyrir hönd Finnlands í komandi Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva 2015.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=tbkiGUbSgDw[/youtube]
París Norðusins
Drama/Gamanmynd, 2014 Lengd: 98 mín Land: Ísland Leikstjóri: Hafsteinn Gunnar Sigðursson Aðalhlutverk: Helgi Björnsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Björn Thors.
Hugi hefur fundið skjól frá flækjum lífsins í litlu, kyrrlátu þorpi úti á landi, sækir AA fundi, lærir portúgölsku og kann ágætlega við sig í fásinninu. Þegar hann fær símhringingu frá föður sínum sem boðar komu sína er hið einfalda líf skyndilega í uppnámi.
Myndin var tilnefnd til 12 Edduverðlauna og vann tvö þeirra, fyrir leikara ársins í aukahlutverki og leikkonu ársins í aukahlutverki. Myndin hefur verið tilnefnd til fjölda Alþjóðlegra kvikmyndahátíðaverðlauna.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=PohAqtuibmg[/youtube]
Hross í Oss
Drama/ Gamanmynd, 2013 Lengd: 81 mín Land: Ísland Leikstjóri: Benedikt Erlingsson Aðalhlutverk: Ingvar E. Sigurðsson, Charlotte Bøving.
Hross í oss fléttar saman sögur af lífsbaráttunni, viðureign mannsins við náttúruna og tilraunum hans til að beisla dýrslega krafta sköpunarverksins til sinnar eigin upphefðar, eða glötunar. Kvikmyndin er grimm sveitarómantík um manninn í hrossinu og hrossið í manninum. Örlagasögur af fólki í sveit eru sagðar frá sjónarhorni hestsins þar sem ást, kynlíf, hross og dauði fléttast saman með skelfilegum afleiðingum. Kvikmyndin er eftir Benedikt Erlingsson. Hann hefur unnið til flestra leikhúsverðlauna sem hægt er; sem leikari, leikstjóri og leikskáld. Hann hefur áður sent frá sér tvær stuttmyndir en Hross í oss er hans fyrsta mynd í fullri lengd.
Hross í oss hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2014, sex Edduverðlaun auk tuga annarra alþjóðegra verðlauna.
Hér er Facebook síða hátíðarinnar https://www.facebook.com/KvikmyndahatidAllanHringinn
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.