Ég fór á fjallakvikmyndahátið í Bíó Paradís áðan og það var geggjað!
Um er að ræða tvö kvöld svo að þú ert ekki búin að missa af öllu fjörinu en það er Íslenski alpaklúbburinn í samstarfi við Bíó Paradís, Íslenska fjallaleiðsögumenn og 66° Norður sem halda hina árlegu BANFF fjallakvikmyndahátíð – 1. og 2. maí.
Á hátíðinni eru sýndar klifurmyndir, skíðamyndir, hjólamyndir og kayakmyndir svo eitthvað sé nefnt. Mikil keyrsla og húmor hafa fylgt þessum sýningum í gegnum árin og má segja að í boði séu um 4 klukkustundir af fjöri á hátíð sem sameinar iðkendur og aðdáendur jaðarsports á Íslandi. Fyrsta kvöldið voru sýndar 7 myndir og annað kvöldið verða sýndar 10 myndir.
Allar myndirnar eru bara “að brilla fyrir manni” og veita manni þvílíkann innblástur. Þeir sem stunda jaðarsport mega bara alls ekki missa af þessari hátíð, það hlýtur að standa í einhverri bók. Hin ykkar sem eruð áhugafólk megið það ekki heldur. Þarna kynnist þið ekki bara hverju sporti um sig heldur fáið skilning á sportinu og snert af þeim innblæstri sem fær t.d. fatlaða menn til að klifra og tvo vini til að ganga á suðurpólinn og tilbaka!
Hér brot úr mynd um vinina Cas og Jonesy:
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=jjV2pS_jRDw[/youtube]Verð á fjallakvikmyndahátíðina er 1500 kr. fyrir kvöldið. Hátíðin er sem áður sagði haldin í Bíó Paradís og hefjast sýningar kl. 20:00 Farðu eða vertu pappakassi! 😉
Eva er menntuð sem sviðslistakona úr Fræði og framkvæmd frá Listaháskóla Íslands og menningarmiðlari úr Hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Eva er líka mikill fagurkeri enda fædd í vogarmerkinu.