Teiknimyndin Epic sem nú er verið að sýna í Laugarásbíó fjallar um unglingsstúlku sem kemur til þess að búa hjá pabba sínum en pabbinn er vísindamaður – vísindamaður sem trúir á töfraheim lítilla vera!
Sagan er þroskasaga þessarar stelpu, þar sem óvæntir atburðir hafa áhrif á það hvernig hún fer að sjá heiminn í öðru ljósi.
Raunar er henni varpað inn í aðra veröld. Þar liggur allt undir því að henni takist að standa undir verkefni sem henni er falið. Þar kynnist stúlkan einnig álfadreng sem á sama hátt og hún þarf að þroskast og bera vissa ábyrgð.
Í töfraveröldinni á sér stað mikil barátta á milli góðs og ills. Við fylgjumst með stúlkunni og álfadrengnum taka afstöðu og stíga inn í verkefnin sem þeim hafa verið falin. Þau þurfa að vera hugrökk.
Myndin er stútfull af sætum og fyndnum augnablikum. Svo ekki sé minnst á hversu vel gerð hún er þessi!
Hér má sjá brot úr myndinni:
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=-xu3JLXfuwQ[/youtube]
Ég mæli virkilega með þessari fyrir börn og foreldra – góða skemmtun!
Eva er menntuð sem sviðslistakona úr Fræði og framkvæmd frá Listaháskóla Íslands og menningarmiðlari úr Hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Eva er líka mikill fagurkeri enda fædd í vogarmerkinu.