Í gær var bíókvöld og kvikmyndin sem varð fyrir valinu var nýja myndin frá þeim sömu og gerðu meðal annars myndina Cloudy With a Chance of Meatballs…
…Þessi nýja mynd heitir 21 Jump Street og flokkast undir hasar-grínmynd. Það eru þeir Jonah Hill og Channing Tatum sem eru í aðalhlutverki en þeir leika splunkunýjar löggur sem ‘fá’ að taka þátt í leynilegu verkefni sem fellst í því að fara aftur í menntaskóla. Tilviljunin er sú að þeir voru einmitt saman í menntaskóla á árum áður en fengu mjög misjafna reynslu þaðan.
Myndin er virkilega fyndin á köflum og það er alveg hægt að hlæja helling að henni. Myndin fær 7.7 í einkunn á Imdb sem er kannski fullmikið að mínu mati…ég myndi frekar gefa henni 6.7 í einkunn þar sem að myndin endar á nett klisjulegan og týpískan hátt…eins og kannski við mátti búast.
En ég mæli alveg klárlega með að kíkja á þessi nýju mynd. Hún er fínasta afþreying og mun örugglega ekki valda Jonah Hill aðdáendum vonbrigðum.
Hér er sýnishorn úr myndinni…
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=5k0mo_oJfn4[/youtube]
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.