Franski bílaframleiðandinn Renault gerir miklar breytingar á framleiðslu sinni í ár en í mars er þessi spaugilegi ‘Doddabíll’ væntanlegur.
Bíllinn, sem er 100% rafmagnsbíll, hefur fengið nafnið Twizy. Þetta er einhversskonar millistig á milli þess að vera bíll og lítið mótorhjól eða vespa.
Tekur tvo í sæti og kemst um 100 kílómetra á fullri hleðslu.
Bíllinn er hálf opinn, sem gerir hann kannski fremur ópraktískan í íslensku veðri…
…en það gæti sannarlega verið skemmtilegt að leigja einn svona Twizy í sumar og bruna um ítalskt smáþorp í 30 stiga hita.
Meira um Twizy hér.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.