Þessi grein birtist fyrst á Pjattinu þann 12. sept 2013
Sjóðheitir nýir ofurbílar sem kosta nokkrar milljónir
Ef þú horfir á bílana sem aka framhjá þér daglega þá er það nokkuð ljóst að frumlegheit í fallegri hönnun á bílum hefur staðnað ansi mikið.
En sem betur fer þá eru enn nokkrir bílaframleiðendur sem passa upp á að hafa línurnar í lagi á þeim eðalvögnum sem þeir framleiða. Aston Martin Vanquish er enn einn sá fallegasti bíll sem framleiddur hefur verið en svo er það ökutæki á borð við Fisker Karma sem á eftir að koma þér virkilega á óvart. Hér eru 10 sjóðheitir kaggar sem hver og einn kostar sannarlega skildinginn, frá 15 milljónum og upp úr. En eru þeir ekki bara sætir?!
1. Alfa Romeo 4C
Vel þekktur ítalskur sportbíll sem er núna aftur að ryðja sér til rúms á markaði í Bandaríkjunum eftir 18 ára fjarveru. Þessi fallegi 2ja sæta bíll sem þeir kalla 4C er 200 hestöfl og með 4ja cylinder vél. Hann vegur 1,900 pund og ætti þess vegna að ná verulega góðum hraða þrátt fyrir “litla” vél.
2. Aston Martin Vanquish
Aston Martin hefur löngum framleitt marga af kynþokkafyllstu bílum í heimi. Þar sem hlutföllin eru fullkomin og hinn breski glæsileiki skín í gegn. Vanquish týpan er sú allara nýjasta og sumir vilja meina sú allra flottasta enn sem komið er. Við efum það ekkert hér.
3. Bentley Continental GT Speed
Sá öflugasti sem hefur komið frá Bentley. Hönnun hans er blanda af gamla og nýja tímanum. Fyrri útgáfa af Continental GT þótti ekki bera þennan klassa sem Bentley er þekkt fyrir en þessi nýji gerir það svo sannarlega og má því þakka lítilvægum hönnunar breytingum sem láta bílinn líta út fyrir að vera aðeins breiðari og lægri.
4. BMW M6 Gran Coupe
Þó að þessi ásamt öðrum fjögurra dyra bílum séu kallaðir “coupe” að þá er það ekkert nema markaðsbrella. Bílar sem flokkast undir “coupe” eru nefnilega tveggja dyra en ekki fjögurra. Það fer ekkert á milli mála að M6 Gran Coupe er afar sexý bíll. Þú gætir hugsað um hann sem afkvæmið sem M5 Sedan og M6 Coupe eignuðust. Hann er blanda af því besta frá báðum þessum bílum. Fallegar línur með útlit 2ja dyra bíls en er í raun fjögurra dyra.
5. Chevrolet Corvette Stingray
Sé hann borinn saman við C6 týpuna að þá er þessi nýja C7 með enn fallegri hönnun. Þessi nýji bíll frá Chevrolet er ferskur og nútímalegur og var vel fagnað innan hóps hins ameríska sportbíls.
6. Fisker Karma
Hverjum myndi detta í hug að þessi kaggi sé í raun hybrid? Í rauninni er það ekkert sem ætti að koma á óvart ef tillit er tekið til þess sem hannaði bílinn. Áður en Henrik Fisker stofnaði Fisker automotive þá hannaði hann tímalausa bíla eins og Aston Martin DB9 og BMW Z8. Fisker Karma er bíll sem þú styngur í samband og hleður. Þú kemst 50 mílur á einni hleðslu og sýnir og sannar að þú getur alveg ekið um á kraftmiklum bíl og verið umhverfisvæn í leiðinni.
7. Lamborghini Aventador LP 700-4
Lamborghini er alltaf þessi ýkta týpa af bíl. Þeir eru ekkert alltaf voðalega kynþokkafullir en þessi er það klárlega. Hann hefur þetta árásagjarna útlit og er eins og rándýr á keyrslu. Hönnuni minnir í raun á herþotu. Oddhvassar brúnir og beygjur líta út eins og þú gætir skorið þig á þeim og það gera einnig hurðarnar sem þeir kalla “scissor doors” – og krafturinn? Já maður minn!
8. Lexus LFA
Lexus hefur ekki hingað til verið þekktur fyrir að vera voða sexý. Sem betur fer að þá er það að breytast. Þetta japanska lúxus fyrirtæki sem framleiðir Lexus hefur sýnt og sannað með þessari nýju týpu að Lexus er kominn í hópinn með hinum sexý farartækjunum. Hljóðið í vélinni sem er V10 mun fá hárin til að rísa.
9. Maserati Gran Turismo
Jafn blóðheitur og ítalirnir sem framleiða hann. Þeir kalla þessa týpu súperbíl sem er hannaður með það í huga að þú verðir gagntekin af hrifningu. Innréttingin er afar falleg og allt leður auðvitað. Vélin er V8 og gefur hún víst frá sér svo fallegt hljóð að það gæti allt eins verið tónlist.
1o. SRT Viper
Áhugamenn og konur um sportbíla fögnuðu ákaft þegar Chrysler tilkynnti að þeir ætluðu að setja Viperinn aftur á markað. Svo var fagnað enn meira þegar tilkynnt var um hina nýju V10 vél undir húddinu. Viperinn er afar flottur bíll í heimsklassa sem nær með framhjólin þar sem hinir Evrópsku sportbílar hafa afturhjólin.
Svo er bara að byrja að spara krakkar mínir.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.