Mig langar í, mig langar íííí…
Ég elska reiðhjól og þetta er ein snilldarlegasta hönnun sem ég hef séð tengd fararskjótanum. Hönnuðurinn heitir Sung Kug Kim og kemur frá London. Hann var í hönnunarnámi og hannaði þetta truflaða stýri en stýrin eru úr við. Hann kallar hönnun sína Bi-King en stýrin eru í formi hreindýrshorns, nauts- og hrútshorna og ef þú vilt þá er hægt að hengja hornin upp á vegg… hrein og tær fegurð og frábær hugmynd hjá stráknum.
Hægt er að lesa viðtal við hinn unga snilling hér
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.