Tímaritið Times gefur árlega út lista yfir 100 áhrifaríkasta fólk heims og að þessu sinni trónir poppdívan Beyonce á toppnum.
Söngkonan hefur auk þess sent frá sér tónlistarmyndband með lagi sínu Pretty hurts ásamt því að fara í nokkurskonar herferð þar sem hún hvetur fólk til þess að svara því hvað orðið fegurð þýðir. Til þess að svara því setur þú inn mynd eða myndband á instagram og notar hashtaggið #WhatisPretty
Sjáið áhrifaríkt myndband sem vekur mann til umhugsunar…
[dailymotion]http://www.dailymotion.com/video/x1abwnc_beyonce-pretty-hurts-music-video_music[/dailymotion]
Fegurð er að minnsta kosti mæld í tölunni sem birtist á vigtinni, fjölda fegurðaaðgerða eða þáttöku í fegurðarsamkeppnum.
Hún Beyonce er flottust! Hvet ykkur til þess að svara því hvað fegurð er í ykkar huga á Facebook!
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com