Glæsipían Beyonce er bæði aflituð og ber að ofan í nýlegu viðtali við Out Magazine en þar prýðir hún jafnframt forsíðu.
Í viðtalinu talar Beyonce um allt milli himins og jarðar en ofarlega í huga hennar eru hverskonar kvennréttindamál. Hún ræðir þar m.a. #banbossy herferðina sem hún keyrði til styrktar konum en henni finnst nóg um að við séum kallaðar “stjórnsamar” þegar við tökum ákvarðanir. Hún segir bara ég er ekki bossy, ég er BOSSINN. Nákvæmlega Beyonce!
Hún segist líka meðvituð um stöðu sína gagnvart hommum og lesbíum en sá menningarheimur fagnar henni almennt sem miklu ædoli. Hún segist þannig ekki bara einbeita sér að jafnræði karla og kvenna heldur almennri mannvirðingu, sama af hvaða kyni eða litarhætti fólk er.
“Ég verð ofsalega hamingjusöm þegar ég finn og veit að það sem ég segi eða geri gefur öðrum styrk til að rísa upp og krefjast jafnréttis…. Við erum öll eins, við viljum öll njóta þess sama; réttarins til að vera hamingjusöm, vera við sjálf og elska þá og það sem okkur langar að elska.”
Amen vinkona. Amen.
Smelltu hér til að lesa allt viðtalið í Out Magazine.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.