Ef maður er búin að hafa svakalega mikið fyrir hárgreiðslu þá er bara fínt að láta hana halda sér næsta dag líka, – eða það finnst Beyoncé að minnsta kosti.
Í gær var skvísan spottuð með sama háa gosbrunninn og hún hafði sportað á Gala ballinu í Metropolitan safninu í New York, nema hvað að nú var daman komin í heldur efnismeiri fatnað. Hvítan leðurjakka, Guns n’Roses bol, gallabuxur og rauða hæla.
Hún var líka sérlega alþýðleg með iPhone símann sinn í rassvasanum á gallabuxunum svo að heimsfrægur afturendinn vakti enn meiri áhuga ljósmyndaranna sem eflaust hafa svo gott sem drekkt henni í flössum.
Að sögn heimildarmanns MailOnline var hún meira að segja með mjög svipaðan farða og kvöldið áður en þó telja sérfróðir að drottningin hljóti að þrífa andlit sitt samviskusamlega á hverju kvöld, – hvernig ætti hún annars að halda húðinni svona fallegri?


Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.