Heimstúr söngkonunnar heldur áfram. Beyoncé er mætt til Brasilíu og mun ferðast um heitar slóðir í þessum hluta ferðarinnar.
Söngkonan hélt blaðamannafund fyrir fyrstu tónleikana í þessum heimshluta og sagði að það væri draumi líkast að fá að ferðast með Blue Ivy litlu á tónleikaferðinni. Þetta sé í fyrsta sinn sem hún sé á tónleikaferð með barn og henni finnst dásamlegt að Blue litla fái að upplifa ólíka menningarheima en dívuna hefur alltaf dreymt um að geta sameinað fjölskyldulífið og vinnuna.
Beyoncé segir að allar konur reyni að finna jafnvægi á milli fjölskyldunnar og framans, hún sé bara svo einstaklega heppin að geta sameinað þetta tvennt án þess að fá samviskubit. Söngkonan er afar stolt að því sem hún gerir og ef tónlist hennar geti fært gleði í líf fólks og þjappað því saman þá líði henni vel.
Beyoncé er nýbúin að halda upp á 32 ára afmælið sitt. Hún tók sér smá frí í kringum afmælið en segir að sér finnist hún ennþá vera í fríi í Brasilíu. Hitinn, fólkið og menningin láti henni líða svo vel að henni finnst hún svífa um á bleiku skýi en ekki vera í vinnunni. Söngkonan hefur margoft lýst því yfir hvað hún hreinlega elskar Brasilíu en landið er einn uppáhaldsstaður hennar í heiminum.
Heimstúrinn að þessu sinni er heldur ekkert slor, sýningin er mögnuð og upplifunin eftir því þó segir Beyoncé að þetta snúist allt um tónlistina og ef hún væri bara með eitt ljós og einn hljóðnema þá væri hún sátt. Hitt sé þó skemmtilegra og meiri upplifun fyrir áhorfendurnar.
Svo mikið æði þessi kona.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig