Söngkonan Beyoncé kom heiminum heldur betur á óvart þegar hún gaf út plötuna sína “Beyonce” sem skaust beint á toppin á iTunes.
Beyonce eignaðist svo litlu dömuna sína Blue Ivy fyrir tveimur árum og bætti talsvert á sig á meðgöngunni en undir lok hennar var hún tæp 90 kíló. Hún hefur svo misst tæp 30 kíló eftir fæðingu Blue.
Söngkonan vildi sanna að konur geta fengið vöxtinn aftur eftir barnsburð, – að konur séu sterkar að eðlisfari og geta það sem þær ætla sér að gera en Beyoncé finnst mikilvægt að konur finni hversu sterkar þær eru sem einstaklingar. Henni finnt að þær eigi aldrei að gefa eftir drauma sína né neitt annað sem er þeim mikilvægt.
Platan hennar, sem er sjálftitluð Beyonce, er svokallað “Visual album” eða sjónræn plata sem þýðir að það fylgdi tónlistarmyndband með hverju lagi. Beyoncé segist sjálf sjá lögin sín sjónrænt fyrir sér þegar hún semji þau og vildi að aðdáendur hennar fengju að upplifa slíkt hið sama.
Það verður að viðurkennast að myndböndin er flest miklar kroppasýningar og Beyoncé var mjög meðvituð um það. Hún vildi sýna afrakstur erfiðisins en að eigin sögn lagði hún gríðarlega mikið á sig til þess að komast í sama formið aftur. Með þessu vildi hún sanna að konur geta komist í form aftur eftir barnsburð, – það eina sem þarf er mikil vinna og sjálfsagi!
Hvað finnst þér, of mikið af því góða eða á maður að sýna það sem maður hefur eftir að hafa unnið hart að því að fá “gamla” vöxtinn aftur eftir barnsburð?
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=p1JPKLa-Ofc[/youtube]
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig