Söngkonan Beyoncé segist trúa á jafnrétti en vill ekki stimpla sig sem femínista.
Beyoncé er í viðtali við breska Vogue og þar segir hún að hún líti ekki á sig sem femínista samkvæmt bókstafnum, meira sem nútímafemínista. Hún trúir á jafnrétti en segir jafnframt að konur eigi ekki alltaf að setja sig í eitthvað hlutverk heldur að fylgja sinni sannfæringu og gera það sem þeim finnst gaman að gera. Hún segir jafnframt að hún átti sig alveg á því að hún sé kona og elski að hafa fæðst sem slík.
Beyoncé hefur áorkað ýmsu í gegnum tíðina og verið dugleg að hvetja kynsystur sínar áfram en að hennar sögn er margt sem á enn eftir að áorka og það sé alveg pláss fyrir fleiri sterkar konur í þessum heimi.
Beyoncé segist jafnframt trúa á jafnrétti og líka að við eigum að gera hitt og þetta þar sem við erum konur og að stundum þurfum við bara að sætta okkur við það. Hún segir einnig að hún sé hamingjusamlega gift og elski manninn sinn og að eftir að hún giftist og varð frú Carter þá finnist henni hún vera hugrakkari og þora meiru, eiginlega eins og ný manneskja.
Söngkonan segist hafa áttað sig á tilgangi lífsins þegar litla stúkan hennar Blue Ivy fæddist og þá sá hún að henni var ætlað að verða mamma hennar, það væri hennar hlutverk.
Hvað finnst þér, er Beyoncé “nútíma” Femínisti eða hvað? Er munur á eldri feministum og nútíma feministum? Taktu þátt í umræðu á Facebook síðu Pjattrófanna.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig