Beyonce Knowles er ansi stórfengleg á nýjustu forsíðu tímaritsins Flaunt sem gerir út á samkynhneigða menningu.
Í glæsilegum myndaþætti og á forsíðu blaðisins skartar hún akkúrat engu öðru en glimmeri á fögrum líkamanum en myndirnar voru víst teknar árið 2011. Það var svo ekki fyrr en núna að ritstjórn blaðsins ákvað að draga þetta flotta tromp upp úr spilastokknum.
Á myndunum er hún jafnframt í einskonar afrísku þema og tekur sig sérlega vel út enda frábær fyrirmynd ungra kvenna í dag. Hún þarf t.d. ekkert kolvetnasvelti til að koma nakin fram og segir í viðtali við blaðið að hún sé ekki í neinu glúteinstraffi. Þoli það vel og fái sér alltaf pizzu á sunnudögum.
Hún tekur líka þátt í að auglýsa Pepsi en þegar hún var gagnrýnd fyrir það sagði dívan að það væri ekkert mál að leyfa sér diet eða venjulegt Pepsi annað slagið. “Þegar þú æfir jafn mikið og ég þá er ekkert sem segir að maður megi ekki fá sér smá gos af og til. Ef þú æfir, passar upp á líkamann og heilsuna og æfir eins mikið og ég geri þá er bara gott að fá sér Pesi þegar mann langar í það. Þetta snýst allt um að velja og hafna.”
Beyonce kallar sig feminista og í viðtalinu við Flaunt segist hún verulega stolt af því að vera komin á stall með öðrum átrúnaðargoðum samkynhneigðra karla. Konum á borð við Judy Garland, Barböru Streisant, Cher og Madonnu. “Ég er upp með mér að vera komin í félagsskap þessara flottu kvenna. Ég held að ég, og þessar konur, höfðum til homma af því við erum hugrakkar, djarfar, óhræddar við að elska og sýnum bæði styrk okkar og kynþokka.”
Vel mælt Beyonce! Þú ert svo sannarlega Pjattrófa sem segir sex og við elskum þig!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.