Fyrir ári gerði ég topp fimm lista með jólalögum sem ættu að koma sjálfum Ebenezer Scrooge í jólastuð.
Ég hef alltaf haldið því fram að ég sé ekki jólabarn. Í fyrra tilkynnti ég lesendum Pjattsins að það væri einlægur ásetningur minn að bæta úr því. Markmiðadrifin eins og ég er hefur mér tekist það. Ég held að þessi jól gætu jafnvel orðið þau bestu.
Til að dreifa jólagleðinni tók ég saman nýjan topp fimm lista, takið eftir að það eru þrjú íslensk lög á honum. Listinn er alls ekki tæmandi. Við hann mætti bæta Little Drummer Boy með Whitney Houston og Bobbi Kristina, “intro” lagi National Lampoon’s Christmas Vacation og Coca-Cola laginu. Ég ákvað að hafa listann “topp” fimm til að halda þessari færslu innan skynsamlegra marka.
Hækka í græjum og syngja með!
Handa þér / Jól.
Sætt og rómantískt. Kannski fyrsta ástin? “Ég er á leiðinni, heim til þín. Fastur í öngþveiti, syngjandi bjáni og ég sakna þín og ég hlakka svo til að koma heim.”
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=t0TERktB9Io[/youtube]Ef ég nenni.
Yndislegur fávitaskapur eða fullkomin hreinskilni. Mögulega bæði. Ég elska það. “Gimsteina og perlur gullsveig um enni sendi ég henni, ástinni minni. Öll heimsins undur, ef ég þá nenni færi ég henni, ástinni minni.”
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=K5r68gNkqMQ[/youtube]So This Is Christmas.
Svo þetta eru jólin!! “So this is Christmas … “
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=xf8db3Vz95I&list=RDxf8db3Vz95I#t=225[/youtube]White Christmas.
Það skal alltaf halda í vonina. “I’m dreaming of a … “
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=GJSUT8Inl14[/youtube]Jólin eru að koma.
Manísk jól. “Aðfangadagur – ég bíð eftir jólunum spenntur … “
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=Gwn15tIFCr8[/youtube]
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.