Hollywood stjörnurnar hafa vel ráð á að kaupa öll dýrustu kremin og fara í fegrunaraðgerðir en þrátt fyrir það kíkja þær einnig í ísskápinn til að búa til maska og fleira.
Eftirfarandi eru nokkur flott heilræði frá stjörnunum fögru sem við flestar vildum kveðið hafa:
Cameron Diaz og MJÓLKURDUFTIÐ
Cameron þarf oft að kljást við erfiða húð og bólur en ráðið hennar er að “skrúbba” húðina með mjólkurdufti sem á að hreinsa burt óhreinindi án þess að vera gróft fyrir viðkvæma húðina. Cameron á líka góða uppskrift að maska sem inniheldur 2 eggjarauður, einn banana og einn bolla af olívuolíu. Þú hrærir þetta vel saman, berð á andlit og háls og lætur bíða í hálftíma.
Nicole Kidman og TRÖNUBERJASAFTIN
Nicole heldur rauðu lokkunum heilbrigðum og glansandi með því að bera trönuberjasafa í hárið. Uppskriftin er svona: Einn bolli trönuberjasafi, hálfur bolli rósarhnappa-te (fæst í heilsuhúsinu), ein matskeið appelsínubörkur, 2 msk sítrónusafi, 5 pokar af hindberjate. Þetta þarf að hita saman í potti og leyfa að krauma í 5 mínútur og svo er þessu leyft að kólna. Áburðurinn er settur í hárið þurrt og leyft að vera í 30 mín áður en hann er þvegin úr með vatni.
J-Lo og VASELÍNIÐ
Jennifer Lopez mælir með því einfalda ráði að nota vaselín á allt frá því að hreinsa af augnfarða yfir í að mýkja fæturna. Hún mælir með að bera vaselín á þurra sprungna húð á fótum, fara svo í bómullarsokka og sofa í þeim yfir nóttina. Daginn eftir vaknar þú með dúnmjúka fætur.
Jennifer Aniston VATN & ELDSPÍTUR
Jennifer segir að leyndarmál heilbrigðrar húðar sé að drekka nóg vatn. Hún drekkur ávallt mikið vatn því annars verður húð hennar þurr og leiðinleg. Einnig hafa hún og Courtney Cox vinkona hennar gripið til þess neyðarráðs að nota eldspítur sem eyeliner. Maður bleytir svarta oddin eilítið og stríkur yfir augnlokið eins og með eyeliner. Klikkað.
Julia Roberts og ÓLÍFUOLÍAN
Julia hefur sjaldan tíma til þess að fara í handsnyrtingu en hún heldur nöglum sínum fínum með því að baða þær í ólífu-olíu. Olían gefur nöglunum næringu og mýkir naglaböndin. Gott ráð er að bæta nokkrum dropum af olífuolíu í ilvolgt vatn og baða neglurnar í 10 mín.
Þá er að týna út úr skápunum stelpur! 🙂
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.