Pjattrófuritið Cosmopolitan birti nýlega lista yfir topp 13 bestu Hyaluronic serumin á markaðnum í dag og þar trónir H.A. Hyaluronic Acid Intensifier á toppnum yfir þau albestu. Adore Beauty fara líka fögrum orðum um þetta fína serum og drottningarnar hjá Allure setja það í þriðja sætið af 24 yfir þau albestu á þessu ári.
Ástæða þess að Hyaluronic sýra hefur verið ákveðið „buzz“ orð meðal pjattrófa síðustu tíu árin eða svo er einfaldlega sú að þetta efni er verulega áhrifaríkt þegar kemur að því að draga úr hrukkum og fínum línum, – og þar sem það er fullt af hyaluronic kremum og serumi (umum?) á markaðnum þá hefur ritstjórnum helstu bjútíblaðanna þótt tilefni til að henda í samantekt. Við þurfum jú að vita hvað við erum að fá fyrir peninginn.
Hvað er hyaluron sýra?
Eins og fyrr segir hafa hyaluronic sýrurnar hafa verið með því umtalaðasta í bjútíbransanum síðustu ár en þetta kraftmikla náttúrulega efni virðist virka sem einskonar hrukkustrokleður.
Fyrir og eftir myndir af djúpum línum á hrukkur við munninn, notkun á 12 vikum:
Enginn rakagjafi er jafn öflugur og þessar sýrur sem við sjálf framleiðum allt að tvítugu en eftir það hættir framleiðslan og allir vita hvað gerist upp úr því. Húðin missir þéttleika sinn og teygjanleika og áferðin byrjar að breytast. Fúlt, en það má auðvitað bjarga þessu og bæta með ýmsum ráðum en aðallega þessu þrennu:
- Þrífa húðina vel kvölds og morgna
- Gefa henni MIKINN og GÓÐAN raka
- Forðast löng sólböð og nota sólarvörn
H.A. Intensifier can be used lips as well as under the eyes. H.A. Intensifier is a corrective serum which boosts the skin’s hyaluronic acid levels to support the skin’s matrix, resulting in improved firmness and plumpness. pic.twitter.com/FEoPABHnvQ
— SkinCeuticals UK (@SkinCeuticalsUK) July 1, 2019
Hvernig komst þetta serum á toppinn?
Já? Hvað skyldi nú hafa orðið til þess að H.A. Hyaluronic Acid Intensifier serumið frá SKINCEUTICALS var sett í fyrsta sæti yfir bestu serumin hjá sérfræðingum Cosmo og þriðja hjá Allure?
Ég veit það, enda búin að vera að nota þetta serum í smá tíma núna (og ótal önnur þar áður).
Við viljum að sjálfssögðu sjá mun og það tekur ekki langan tíma þar til þú sérð muninn eftir að hafa notað þessa vöru í nokkra daga.
Fínu línurnar snarminnka og húðin fær á sig fallegan ljóma sem stafar af rakabindingunni. Fyrir utan hinar áðurnefndu hyaluronic sýrur (sem eru undirstaðan í virkninni), eru fleiri virk og góð efni, m.a. lakkrísrót, proxylane og fjólublá hrísgrjón sem innihalda víst gríðarlegt magn andoxunarefna.
Ef þú vilt gera extra vel við þig og vera alveg súper sæt/ur í sumar þá er þetta ekki að fara að valda þér vonbrigðum. Ég mæli sérstaklega með því að „bústa“ húðina með góðum hyaluronic raka eftir útiveru í sólinni enda gildir það sama hjá okkur og tómatinum. Við þurfum raka til að haldast djúsí. Annars verðum við „sólþurrkuð“.
Þú getur keypt vöruna hér á vefsíðu Húðlæknastöðvarinnar sem er með umboðið fyrir SkinCeuticals á Íslandi. Topp næs alveg.
Header mynd fengin að láni hjá adorebeauty.com
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.