Mér finnst fátt leiðinlegra en að vera grá og guggin. Svo mikið að ég nenni að hafa fyrir því að skrúbba mig og bera á mig húðmjólk og brúnkukrem einu sinni í viku.
Þegar ég er alveg búin að fá nóg af brúnkukrems aðgerðum geri ég vel við mig og fer í brúnkusprautun hjá Helenu á Snyrtistofunni Mizú. Ég hef ekki farið annað en á Mizú í brúnkusprautun síðan ég fór þangað fyrst fyrir nokkrum árum en ég er alltaf ótrúlega ánægð með brúnkuna hjá Helenu.
Ég verð aldrei flekkót eða gul og liturinn er að mínu mati alveg einstaklega fallegur.
Þá get ég valið um hversu brún ég vil verða en markmiðið er að gervibrúnkan virki sem eðlilegust. Það er þessi fína lína á milli þess að vera frískleg í útliti eða alltof brún. Ef illa til tekst er ekkert sérstaklega gaman að mæta til vinnu daginn eftir.
Ef ég ætla mér að fara eitthvað sérstakt á laugardegi fer ég helst á fimmtudegi í sprautun. Til að fá sem fallegasta áferð þarf að skrúbba húðina fyrst og bera á hana húðmjólk samdægurs eða kvöldið áður.
Það tekur gervi brúnkuna 8 tíma að ná hámarks lit og þá má fara í sturtu. Sjálf fer ég í sturtu daginn eftir og ber á mig húðmjólk til að halda litnum sem lengst.
Mig langar að taka fram að við ættum alltaf að velja brúnkusprautun eða krem fram yfir ljósabekkinn. Í bekknum þornar húðin en þurr húð er líklegri til að verða hrukkótt og ég tala nú ekki um hættuna á að fá sortuæxli.
Ég mæli hiklaust með brúnkusprautun sem leið til að fríska upp á útlitið.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.