Hvað gerist þegar bananabrauð og kryddbrauð mætast í einu brauði? Jú, þá fæðist BANANAKRYDDBRAUÐ!, eitthvað það albesta góðgæti sem hægt er að ímynda sér. Best er að gæða sér á því þegar það er enn ylvolgt og þá með vel af íslensku smjöri.
Uppskriftina sá ég fyrst í Matreiðslubók mín og Mikka en eftir að ég fór að gera hana eftir minni þá hefur hún aðeins breyst og bara til hins betra.
- 125gr mjúkt smjör
- 150gr sykur eða púðursykur (smekksatriði)
- 2 egg
- 225gr hveiti (það má líka nota heilhveiti í staðinn fyrir hvítt og svo má líka setja haframjól á móti, um 100-120 grömm) 1 tsk lyftiduft
- 1 tsk matarsódi
- 1/2 tsk kanill
- 1/2 tsk engifer
- 1/4 tsk negull
- 2-3 vel þroskaðir bananar (2 ef stórir)
- 1 dl jógúrt eða súrmjólk
Þú byrjar á því að þeyta smjörið og sykurinn vel saman, bætir eggjum við (einu í einu og hrært á meðan). Svo koma þurrefnin og súrmjólkin út í. Gættu þess að hræra ekki mikið eftir það. Síðast eru stappaðir bananar settir saman við og blandað vel en rólega.
(Ef þú velur að nota stevíu eða annað sætuefni þá er bara að þeyta smjör og egg fyrst og setja svo sætuefni samanvið).
Bakað í brauðformi við 180° í ca. 1 klst. (170 á blæstri).
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.