Steinunni Eddu Steingrímsdóttur (21) (dóttir Steingríms Sævarrs Ólafssonar) blaðakonu á Pressunni, finnst gaman að fela sig í bílnum sínum og syngja í karaoke.
Besti veitingastaðurinn?
Asía er minn uppáhalds og þar er einmitt uppáhaldsrétturinn minn líka borinn fram. Svínakjöt í satay-sósu er eitt það allra besta sem ég fæ, sérstaklega á köldum vetrarkvöldum.
Besti skemmtistaðurinn?
Það er klárlega Live – Pub, lítil karókíbúlla staðsett rétt hjá Vegas. Fátt jafn skemmtilegt og að taka lagið með vinkonunum.
Besta kaffihúsið?
Ég myndi segja að Vegamót sé besta kaffihúsið, einfaldlega því að það virðist alltaf verða fyrir valinu hjá okkur á endanum.
Besta hangsið?
Það er klárlega að liggja með allar mínar bestustu uppí rúmi og hlægja að góðum minningum.
Besta hverfið?
Ég ólst upp í 101 og finnst það alltaf ótrúlega flott og krúttlegt hverfi. Ég er algjör miðbæjarrotta, það má alveg segja það.
Besta bílaþvottastöðin?
Ég hef reyndar aldrei farið á bílaþvottastöð en ég er í sambandi við fyrirtæki sem heitir „Bónfús“ og það samband er gott. Þeir koma og sækja bílinn, þvo hann að innan og utan, skila honum svo glæsilegum til manns aftur, algjör snilld!
Besta útivistin og líkamsræktarstöðin?
Ef að ég væri að reyna að koma mér í rosalegt form þá myndi ég helst vilja fara á línuskauta daglega, finnst það ótrúlega skemmtilegt og hressandi. Tala nú ekki um ef að línuskautafélaginn er skemmtileg vinkona. En uppáhaldslíkamsræktarstöðin mín er Dansrækt JSB, finnst allt þar svo heimilislegt og gott.
Besta sundlaugin?
Nú brýst miðbæjarrottan aftur út í mér, en mér finnst Sundhöllin alltaf rosalega sjarmerandi.
Besta bíóið?
Ég fíla Smárabíó í tætlur, en mér finnst Háskólabíó líka rosalega skemmtilegt.
Besti felustaðurinn?
Það er klárlega bíllinn minn. Ef að mig langar að vera ein þá fer ég í bíltúr og stilli tónlistina hátt.
Besta þjónustan?
Ég er ekki frá því að ég fái bestu þjónustuna í 10-11, Glæsibæ allir alltaf svo kurteisir, bjóða góðan daginn og enda svo á því að segja: ,,Hafðu það gott í dag!“ Þetta er ótrúlega skemmtilegt svona þegar að maður er að hoppa út í búð að kaupa mjólk.
Besta ísbúðin?
Það er Brynja á Akureyri. Engin spurning, brynjuís er toppurinn! En ef að ég á að velja einhverja í Reykjavík þá er það Vesturbæjarísbúðin.
Besta húsið?
Æskuheimilið mitt á Lokastíg 7 sem er sætasta gata sem miðbær Reykjavíkur á.
Best að hætta?
Öllum ósiðum er best að hætta, en best held ég ef að allir hættu að hugsa “hvað ef”… og lifa bara í núinu.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.