Bandaríska sálarsöngkonan Erykah Badu (38) var að senda frá sér nýtt lag sem er eins og flest hennar lög alveg frábærlega gott og myndbandið við lagið er ekki síðra.
Í myndbandinu við lagið WINDOW SEAT vappar hún um í garðinum í Dallas þar sem JFK var myrtur á sínum tíma. Og hún fer úr öllum fötunum.
Myndbandið var skotið fyrir um 2 vikum og auðvitað er Erykah búin að fá á sig eina kæru fyrir að striplast svona í leyfisleysi. Það var víst móðir með 2 ung börn sem urðu vitni að nektinni og þá gengur ekkert annað en að kæra! Erykah þarf að greiða konunni um 500 dollara fyrir að fokka börnunum hennar svona hrikalega upp. Mikið sem fólk getur verið furðulegt.
En hér er allavega lagið og myndbandið. Gott stöff:
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.