Föstudagskvöld eftir fréttir á RÚV hafa vissulega verið óhefðbundin eftir að Hraðfréttatíminn hóf göngu sína í sjónvarpi.
Benedikt Valsson er annar hlutinn af þessu sjarmatrölladúói sem flytja okkur fyndnar fréttir með hraði og var svo huggulegur að sitja fyrir svörum hjá mér.
Benedikt, eða Benni eins og hann er kallaður, er 25 ára vesturbæingur í húð og hár. Benni er Hraðfréttamaður á veturnar en flugþjónn hjá Icelandair á sumrin. Þar að auki er hann í fullri vinnu við að vera skemmtilegur, allt árið um kring.
Benni stefnir á að líkjast Agli Ólafssyni í ellinni, vonast til að spila tölvuleiki til æviloka en ekki biðja hann um að fylgjast með baðkarinu-það fer allt á flot!
Tók andaglas-tímabil sem unglingur, þar var mikill atgangur alltaf.
-Hefurðu séð draug?
Nei en ég hef heyrt í ansi mörgum. Tók andaglas-tímabil sem unglingur, þar var mikill atgangur alltaf.
Mikið af nautum í kringum mig, ég er líka naut. Þetta þýðir ekkert annað, en að ég reyni að sleppa því að klæðast rauðu.
-Flottasta fyrirmyndin?
Iker Casillas (Markvörður og fyrirliði spænska landsliðsins).
-Uppáhalds tímasóunin?
Spila tölvuleiki. Það er heilalaust en mjög skemmtilegt þegar maður hittir á góðan leik. Vona svo innilega að ég vaxi ekki uppúr tölvuleikjum.
Á alveg einstaklega góðan WV Polo, hann dugar mér.
- Djöflaeyjan
- The Mask
- Með allt á hreinu
- Dalalíf
- Allar Batmanmyndirnar með tölu
Þau losa ekki hægðir nógu mikið fyrir framan hvort annað. Það er aðalega pissað.
Ég er flugþjónn hjá Icelandair, stoppin í Bandaríkjunum eru að gera mér gott. Svo er sumarið góður tími, vináttan verður svo sterk.
-En erfiðast?
Að vakna í morgunflug kl.05:00.
Væri alveg til í að vera atvinnumaður í fótbolta. Held að það sé svona oftast frekar nice.
Eins og Egill Ólafsson með staf.
Sofa ofan á rúminu mínu með sæng og kodda. Smá opinn glugga og vatnsglas á borðinu.
Anna Margrét er fædd í Reykjavík árið 1987, en hefur alið manninn í Svíþjóð, Suður Ameríku og víðar.
Anna er krabbi, og þykja þeir hinir kátustu. Tíska, förðun, jafnrétti, skrif og ferðalög um Afríku eru nokkur af hennar áhugamálum.