Eins og margir hafa tekið eftir hefur flensufaraldur gengið um landið og margir hafa þurft að leggjast fyrir. Þetta gerðist heima hjá undirritaðri fyrir skemmstu og svona sirka var þetta.
Bella “Ahh..svakalega er ég eitthvað slöpp og þreytt. Best að skella mér í gott heitt bað eftir að ég er búin að taka til, elda, ganga frá eftir matinn og svæfa börnin”.
Bella skellir sér í bað. Setur svo í þvottavél og hengir upp úr annari vél. Loks um miðnætti fer hún upp í rúm, skálfandi á beinum og hóstandi eins og enginn sé morgundagurinn. Tekur verkjatöflu svona fyrir svefninn svo hún sofi betur.
Karlinn: “Ó mig aumann! Ég er að deyja!!!! Ég get ekki andað! ó ó óóóóó. Viltu búa til súpu fyrir mig? Geturðu náð í auka sæng fyrir mig? Ó ó ó ó”, meira væl og snökt svo er haldið áfram. “Vá hvað þetta er glaaataððð,” kreistir extra mikinn hósta upp úr sér, ranghvolfir augunum og andvarpar hátt eftir þessi tilþrif sín. Svo liggur hann í fósturstellingunni með fjarstýringuna.
Bella nær í auka sæng fyrir aumingja sjúklinginn sinn. Eldar dýrindis súpu fyrir hann og kemur börnunum í ró svo ekkert raski nú ró vesalings mannsins. Hún hlustar skilningsrík á það hversu illa honum líður og býðst til að ná í kaldann bakstur.
Ætli þetta sé algengt vandamál eða bara svona eitthvað sem er í gangi á mínu heimili?
Þetta er raunsönn lýsing á því þegar sambúðarfólk fær sömu flensuna. Sem betur fer fyrir aumingjans manninn minn veiktumst við ekki á sama tíma því annars hefði hann ekki fengið neina þjónustu.
[poll id=”60″]
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.