Bella hefur marga fjöruna sopið lært margt af reynslu sinni í samskiptum við karlmenn í gegnum tíðina. Eitt af því sem hún hefur lært er að varast karlmenn sem tala illa um sína fyrrverandi.
Menn sem segja ítrekað “Hún er geðveik, sjúklega stjórnsöm og algjör tík!” og þylja upp allskonar geðveikislega hluti sem fyrrv. gerði meðan þau voru saman.
Ég veit dæmi þar sem maður tilkynnti öllum sem heyra vildu að hans fyrrverandi væri geðveik vegna þess að hún hellti kveikjarabensíni yfir plötusafnið hans og kveikti í. Aðspurður hvað hafi ollið þessarri ofsareiði hjá konunni þá kvaðst hann hafa komið of seint heim. Sannarlega geðveik framkoma!
En ekki gleyma að það eru tvær hliðar á ÖLLUM málum!
Ég komst að því síðar að ástæða þess að hún kveikti í plötusafninu var að maðurinn hafði sofið hjá bestu vinkonu hennar! Þá verður þessi hegðun skiljanlegri!
Sumar konur fá mikið út úr því að heyra slæma hluti um fyrrverandi konu mannsins þeirra, það fær þeim til að líða betur með sjálfar sig.
Þetta er algjör afneitun. Það er aldrei fallegt eða réttlætanlegt að tala illa um aðra og sjaldnast á einn sök er tveir deila. Ef þú átt mann sem talar svona um sína fyrrverandi er mjög líklegt að einhvern tíma verðir ÞÚ þessi fyrrverandi sem hann talar um að sé geðveik tík og sjúklega stjórnsöm.
Semsagt, Bella vill koma þeim skilaboðum til karla og kvenna að varast að hefja samband með manneskju sem talar illa um sína fyrrverandi og reyndu að forðast að gera slíkt hið sama um þína fyrrverandi.
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.