Það er ég viss um að margar skutlurnar bíði spenntar eftir að Sex and The City 2 detti í kvikmyndasalina!
Nú eru 2 ár liðin hjá stelpunum en í þetta sinn skella þær sér í stelpuferð til Marókkó. Mér sýnist á öllu að myndin verði stútfull af skemmtilegum uppákomum, fallegum karlmönnum, fatnaði, kjólar, kjólar, kjólar, töskur & skór í öllum regnbogans litum.
Einnig eru einhverjar búnar að vera duglegar að bæta við sig börnum og öðrum flottum fylgihlutum. Er viss um að Sex and the City 2 verði augnakonfekt að horfa á.. bíð spennt!
Þessi langi trailer af framhaldsmyndinni lofar góðu.
Smelltu hér til að horfa á treilerinn.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.