BDSM kynhegðun er enn álitin vera geðveiki af Landlæknisembætti Íslands en Ísland er eina Norðurlandið sem hefur ekki tekið þetta af lista hjá sér yfir geðræna sjúkdóma.
Meðlimir í BDSM félagi Íslands þrýsta nú á Landlæknisembættið að taka skilgreininguna af listanum sem gerður var af WHO, Alþjóða heilbrigðisstofnuninni, en Danmörk varð fyrsta Norðurlandið til að afskrá BDSM hegðun sem geðveiki 1994-1995.
„Danir tóku pólitíska ákvörðun um þetta og önnur Norðurlönd fylgdu í kjölfarið. Svíþjóð árið 2009, Noregur 2010 og Finnland 2012. Ef Ísland tekur í sama streng þá mun það þrýsta á WHO að taka BDSM alfarið af listanum. Þetta myndi hjálpa til við að vinna gegn fordómum og mismunum og styrkja sjálfsmynd þeirra sem hneigjast til BDSM,” segir Magnús Hákonarson, talsmaður BDSM á Íslandi í samtali við GayIceland.
BSDM samtökin á Íslandi hafa lengi starfað náið með Samtökunum 78 í baráttunni fyrir viðurkenningu og Magnús segir það mikið alvöru mál að BDSM verði ekki lengur skilgreint með sjúkdómsgreiningu eða neikvæðum hætti.
„Ég hef heyrt af fórnarlömbum nauðgara sem hefur verið ráðlagt að kæra ekki. Sú staðreynd að þær höfðu leyft gerandanum að binda sig áður en nauðgunin var framin átti að réttlæta glæpinn. Þetta eru sömu rök og að segja við konu að hún hafi verið í of stuttu pilsi, þessvegna hafi henni verið nauðgað. Í þessu samhengi er augljóst hvað rökin eru absúrd,” segir Magnús.
Hann nefnir einnig að fólk sem ástundi BDSM sé mjög breiður hópur. „Það eina sem við eigum sameiginlegt er að við köllum okkur BDSM. Fyrir sumum er tengist þetta allri sjálfsmyndinni (e. sexual identity) en hjá öðrum er þetta aðeins krydd í kynlífið. Það sem við fáum út úr þessu er mjög mismunandi en virðing er algjört lykilatriði,” segir Magnús sem enn hefur ekki fengið svar við beiðninni til Landlæknis.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.