Ég hef, eins og fyrr segir, verið að prófa mig áfram með franskar snyrtivörur bæði Académie og Bourjois. Eftir að hafa prófað Bourjois Compact Powder og verið ánægð með það púður langaði mig að athuga með Bourjois 8 in 1 BB kremfarðann.
Litatónninn sem ég valdi mér var vanilla sem hentar mínu litarhafti yfir vetrartímann en ég mun skipta yfir í tóni dekkri lit þegar tekur að vora og sumarið skellur svo endanlega á.
Þessi BB kremfarði kom mér á óvart því hann er á góðu verði en á sama tíma engu síðri en BB kremin eða BB farðarnir sem eru í dýrari kantinum. Ég er líka einstaklega ánægð með spegilinn sem, eins og þið sjáið á myndinni hér að neðan, er í góðri stærð, hægt að snúa og svo er í honum stækkunargler.
Þessi kremfarði gefur mjúka silkiáferð og eykur á ljóma húðarinnar en það sem er einnig verulega gott við hann er að:
- Hann er með 16 tíma endingu á húð.
- Hylur vel.
- Er mattur.
- Parabenfrír.
- Er fyrir allar húðgerðir
- Stíflar ekki húðina.
Nafnið Bourjois 8 in 1 BB Cream vísar til virkni kremsins þ.e. átta eiginleikar í einum kremfarða.
Kremfarðinn jafnar út húðlitinn, mýkir áferð húðarinnar, hylur ójöfnur, dregur úr glans og þreytu í húð, vinnur gegn öldrun húðar, veitir langtíma raka og inniheldur 20 SPF sólarvörn.
Þá veitir kremfarðinn miðlungsþekju og fæst í fjórum litatónum:
- Vanilla fyrir ljósa húð.
- Beige Dore fyrir miðlungs gulleita húð.
- Beige Rose fyrir miðlungs bleikleita húð.
- Hale Clair fyrir dökka húð.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.