Fyrir skemmstu kom út myndband við Risalagið úr sýningunni Litla gula hænan með Leikhópnum Lottu.
Nú þegar hefur myndbandið fengið mikla spilun enda enginn annar en Sigurjón Kjartansson sem fer með hlutverk risans og syngur þar með lagið.
Risalagið kom út á nýútkominni plötu hópsins sem ber nafn sýningarinnar – Litla gula hænan. Platan inniheldur allt leikritið auk lögin í sýningunni.
Risalagið semur enginn annar en gítarleikari Skálmaldar Baldur Ragnarsson en Baldur hefur verið meðlimur í Leikhópnum Lottu allt frá stofnun hópsins.
Lagið var samið undir miklum HAM áhrifum og langaði hópinn því að kanna hvort að Sigurjón Kjartansson sjálfur væri ekki til í að ljá risanum rödd sína. Hann sló til og er þetta í fyrsta sinn sem Leikhópurinn Lotta fær gestarödd á plötuna sína. Á móti honum syngur Litla gula hænan sem leikin er af Sigsteini Sigurbergssyni og minnir söngur hans um margt á annan söngvara HAM Óttarr Proppé.
Eflaust er lagið ekki fyrir lítil blóm en eldri krakkarnir verða bæði bergnumin og himinlifandi við hlustunina… enda töggur í íslenskum börnum!
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=dbt9KYULwPA[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.