Við Edda fórum í Kringluna í gær í smá shopping eins og hún kallar það. Þar sem við vorum staddar í Name It flaug dömunni í hug að gera tískublogg úr þessu.
“Mamma þú ert jú búin að læra ljósmyndun og svona,” sagði skvísan sem frá sirka þriggja ára aldri hefur verið með meiri tískuvitund en flestir sem ég þekki.
Þegar við förum að kaupa föt saman þá skottast hún oftar en ekki um búðina og finnur eitthvað lekkert á mömmu sína en elsta minning okkar af verslunarferðum er úr átletti í Flórída þar sem hún, 4 eða 5 ára, fór með inn í stóran mátunarklefa, hallaði undir flatt og sagði nó eða gó. Ég meina… Hvað get ég sagt? Og yfirleitt alltaf hefur hún rétt fyrir sér, upp á tíu.
Edda segist ætla að verða arkitekt eða verkfræðingur þegar hún vex úr grasi en það kæmi mér ekki á óvart að hún tæki nokkra góða spretti í tískubransanum svona með, ef henni snýst ekki bara hugur með verkfræðina.
Allavega, við fórum í Kringluna í gær og keyptum skó og gallabuxur í Name It.
Hún vildi ekki fara úr buxunum eftir að hún var búin að prófa þær í mátunarklefanum enda er þetta uppáhalds tegund. Einskonar jeggings nema hvað að þessar eru ótrúlega mjúkar og þægilegar en um leið vel sterkar. Barnið kýs yfirleitt að vera í þröngum og teygjanlegum gallabuxum en þessar standast allar kröfur og kosta bara 2.990! Svo er málið að bretta svona upp á skálmarnar.
Blazer jakkann keypti hún sér fyrir 500 kall í Kolaportinu og fer varla úr honum en hann er frá HM. Meira að segja fer daman í kápu yfir jakkann þegar það er kalt úti svo hún geti nú farið í honum í skólann.
Skóna keyptum við í Name it líka en það var tvennt sem kom til greina. Glimmer strigaskór eða Dr. Martins með rennilás. Skórnir eru með grófum hvítum botni og glimmerið er frekar gróft, svo er rennilás á þeim sem gerir gæfumuninn því þó maður sé með mikla tískuvitund þá þýðir það ekki að maður hafi allann tíma í heimi til að reima á sig skó. Þessir glamúrskór kosta 7.990.
Sæta Edda í dressinu. Ef fer sem horfir má eiga von á fleiri krakkatískubloggum frá okkur mæðgum. Þetta var voða skemmtilegt ‘photoshoot’.
Góðar stundir
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.