Íslenska barnafatamerkið Ígló og Indí hefur nú hafið sölu á æðislegum útivistarfatnaði, bæði á regngöllum og úlpum.
Ég hef lengi vel verið mikill aðdáandi þessa fatamerkis og verð ég að segja að ég var virkilega ánægð þegar ég sá þessar útivistarflíkur frá þeim. Ég var ekki lengi að klæða stelpurnar mínar í úlpurnar frá þeim, þær eru léttar, hlýjar og koma í æðislegum litum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Úlpurnar þola vatnsheldu upp að 3000mm og er öndunin slík hin sama. Þær eru fylltar með polyesterdún sem er einstaklega góður fyrir barnavörur. Þess vegna eru úlpurnar léttar og liprar en einnig mjög hlýjar.
Á ermum, baki og hettu eru svo endurskinsmerki sem mér þykir frábær hönnun, gott að vita að börnin okkar sjáist vel á leið til og frá skóla í skammdeginu!
Regnfötin eru virkilega vel hönnuð en þau þola 3000mm vatnsheldu og eru göt undir höndunum sem stuðla að góðri öndun. Regnfötin koma seld saman jakki og buxur og er hægt að stilla buxurnar bæði á hliðum og axlaböndum sem er mjög þægilegt.
Ég mæli með því að kíkja á heimsíðuna hjá Ígló og Indí og skoða fallega vöruúrvalið þeirra, nýja haust- og vetrarlínan hjá þeim er æðisleg.
Una Dögg Gudmundsdòttir er 28 àra Seltirningur sem býr nú í Vesturbæ ásamt eiginmanni og tveimur dætrum, 7 og 2 ára.
Una Dögg lauk BA prófi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands, en verandi pjattrófa inn að beini hefur hún einnig lært nagla og förðunarfræði. Una elskar að baka og elda en henni finnst best að hafa uppskriftirnar einfaldar, fljótlegar og auðvitað dásamlega góðar.