Það opnaði ný barnafataverslun í Garðastrætinu á dögunum. Hún heitir því eldgamaldags nafni: Barnafataverslunin Garðastræti 17 og þar er að finna krúttlegan og gamaldags bjútíbollu fatnað.
Á FB síðu búðarinnar stendur að þar fáist dásamlegar sængur- og skírnargjafir; Til dæmis mjúk teppi úr lífrænni bómull, ullarteppi úr íslenskri ull og Heilræðavísur Hallgríms Péturssonar.
Og svo er kynningartilboð: Ef verslað er fyrir 5000 kr. fylgir með barnabók úr búðinni að eigin vali.
Þessi krúttlega búð virðist ansi fín og ekki skemmir það fyrir að í næstu búðum er að finna annarsvegar hunang sem er búið til af nunnum og hinsvegar ljómandi sætan undirfatnað.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.