Barnabarn Susan Sarandon á von á óvenjulegu nafni þegar það kemur í heiminn.
Dóttir Susan, Eva Amurri Martino, og eiginmaður hennar eiga von á sínu fyrsta barni í ágúst og viðurkennir leikkonan að verðandi foreldrar hafi valið mjög svo óvenjulegt nafn á barnið. „Það er ekki nafn á grænmeti, borg eða stað. Þetta er alvöru nafn en óvenjulegt. Mér finnst það virkilega flott,“ sagði Susan við People en gaf samt ekkert uppi um hvaða nafn þetta verður. Við bíðum auðvitað óskaplega spennt.
Susan, 67 ára, hlakkar til að verða amma og þegar barnið kemur í heiminn ætlar hún að hjálpa til við að skipta á bleyjum á barninu. „Ég er mjög spennt yfir því að verða amma. Það mun gerast á næstunni. Hún á von á sér í ágúst,“ sagði hún.
„Ég mun hliðra til svo ég geti verið með henni í ágúst og september.“
Garðar Örn Hinriksson fæddist sama ár og Jim Morrison og Louis Armstrong hurfu yfir móðuna miklu og getið nú. Garðar er ókrýndur slúðurkóngur Íslands en í rúm fjögur ár slúðraði hann eins og engin væri morgundagurinn á Gossip. Garðar kann þó fleira fyrir sér en að slúðra en hann er útskrifaður leiðsögumaður frá Ferðamálaskóla Íslands og giftur tveggja barna faðir sem stefnir á barn númer þrjú. Hann rekur einnig vefinn enskiboltinn.is og hefur starfað sem knattspyrnudómari í efstu deildum Íslands í rúm 20 ár. Töff? Já.