Aukaspyrna á Akureyri er nýjasta barnabókin eftir Gunnar Helgason
Bókin er sjálfstætt framhald af bókinni Víti í Vestmannaeyjum sem kom út í fyrra en sagan er um Jón Jónsson Þróttara sem fer á fótboltamót á Akureyri, fjölskyldu hans og vini.
Stóra systir hans hún Eivör er komin í landsliðið og öll fjölskylda hans hefur brennandi áhuga á fótbolta fyrir utan pabba hans sem reynir hvað hann getur til að koma sér upp áhuga og fylgjast með.
Fylgst er með fótboltamótinu á Akureyri, landsliðsleiknum sem Eivör spilar á og fjölskylduharmleik hjá besta vini Jóns.
Bókin er mjög skemmtileg. Bæði fyndin og spennandi fyrir öll börn og þá sérstaklega þau börn sem hafa brennandi áhuga fyrir fótbolta. Mikil spenna og hröð atburðarás einkennir þessa skemmtilegu bók.
Klárlega jólabókin í ár fyrir alla káta krakka sem hafa gaman af boltanum og sér í lagi þá krakka sem þekkja fótboltaferðalög af eigin raun.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.