Bandarískt fyrirtæki sem kallar sig Beardhead hafa verið að gera allt vitlaust með húfu sem inniheldur skegg og yfirvaraskegg til að hlýja köldum andlitum yfir háveturinn.
Hönnunin er bæði skemmtileg, frumleg og fyndin. Eina vandamálið er að Beardhead voru ekki þeir sem áttu þessa hönnun upprunalega. Það var íslenskt fyrirtæki sem heitir Vík Prjónsdóttir.
Íslenska fyrirtækið er miður sín vegna þessa og hvetur fólk eindregið til að versla ekki við þrjótana sem stálu hönnun þeirra.
Mikið finnst mér leiðinlegt að sjá að íslenskt fyrirtæki sé með frábæra hönnun og að henni sé stolið blygðunarlaust. Ofurbloggarinn Perez Hilton hefur nú greint frá þessu og vonar að fólk velji frekar íslenska hönnun frekar en hermukrákunnar, og vonandi verður þetta Vík að góðu fyrir athyglina sem það fær vegna málsins.
Synd og skömm.
Svona er víst bransinn í dag og er þetta ekki fyrsta og alveg örugglega ekki í seinasta sinn sem einhver stelur skemmtilegri hugmynd.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.