Ég var að heyra að bananar væru frábærir í baráttunni við hrukkurnar. Málið er bara að stappa um það bil ¼ banana þangað til hann er orðinn að mauki, bera á andlitið og bíða í 15-20 mínútur. Þá er að hreinsa hann af með volgu vatni og enda með að setja smá kalt vatn í andlitið áður en það er þurrkað lauslega.
Ég verð nú að segja að það hljómar kannski ekkert voðalega spennandi að klína banana á trýnið á sér en það er örugglega alveg þess virði að prófa enda kostnaðurinn alveg í lágmarki. Þannig að þetta er bara hið fínasta kreppuráð.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.