Fyrirsætan Daria Werbowy var fersklega förðuð fyrir 2010 vor og-sumartískusýningu BALMAIN en Daria og stelpurnar voru allar eins og nývaknaðar með úfna hnakka..
…sem er frekar óvenjulegt því undanfarið hefur hár og förðun verið ansi stíf á tískupöllunum.
Tískusýningin var algert æði og mjög flott að sjá blöndu af kvenlegum gylltum kjólum sem minnir á kjóla Amazon stríðskvenna í bland við röff töff hermannafíling. Síða jakka með medalíum, víða boli, leðurjakka, blazerjakka, tættar þröngar gallabuxur…. mig langar svooo i græna síða jakkann, bolinn og þröngu leðurbuxurnar sem Daria var í á pallinum. Yes please!
Hér er svo videó af sýningunni.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.